Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Árangurinn á EM í dag skilar Thelmu og Hildi sæti á HM

Mynd með færslu
Hildur Maja Guðmundsdóttir í keppni á EM í München í dag. Mynd: Fjóla Þrastardóttir - FSÍ

Árangurinn á EM í dag skilar Thelmu og Hildi sæti á HM

11.08.2022 - 19:47
Árangur Thelmu Aðalsteinsdóttur og Hildar Maju Guðmundsdóttur á EM í áhaldafimleikum í München í dag telur vel. Með frammistöðu sinni í fjölþraut í dag fá þær báðar keppnisrétt á HM.

Heimsmeistaramótið í fimleikum verður haldið í Liverpool í lok nóvember. Thelma endaði í 39. sæti fjölþrautarinnar í dag með samtals 47,432 stig og Hildur Maja varð í 60. sæti fjölþrautarinnar á EM í dag með 44,398 stig. Það skilar þeim báðum á HM.

Alþjóða fimleikasambandið á reyndar enn eftir að staðfesta sætin endanlega. En samkvæmt útreikningum er nokkuð ljóst að bæði Thelma og Hildur Maja verða með keppnisrétt á HM í Liverpool í nóvember. Nánari umfjöllun um keppni íslensku kvennana á EM í München í dag má finna hér.

Mynd með færslu
 Mynd: Fjóla Þrastardóttir - FSÍ
Thelma Aðalsteinsdóttir í gólfæfingum á EM í dag.

Tengdar fréttir

Fimleikar

Thelma efst Íslendingana á EM í fimleikum