Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tryggja fé svo uppræta megi sprengjur í Úkraínu

epa10112835 A woman regards a part of a Russian armored military vehicle that was destroyed in fights with the Ukrainian army, displayed in downtown Kyiv, Ukraine, 09 August 2022. Still being under the danger of shelling, with air sirens sounding from time to time, life in Ukraine's capital Kyiv is slowly returning to normal, after towns and villages in the northern part of the Kyiv region, became battlefields, heavily shelled, causing death and damage when Russian troops tried to reach Kyiv in February and March 2022. Russian troops on 24 February entered Ukrainian territory, starting the conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríkjastjórn heitir Úkraínumönnum 89 milljón dala styrk til að fjarlægja jarðsprengjur og annað sprengiefni sem Rússar hafa skilið eftir víðsvegar um landið. Ósprungnar sprengjur er að finna á ólíklegustu stöðum í landinu.

Fjármagnið á að nægja til að greiða tækjabúnað og til þjálfunar Úkraínumanna sem ætlað er að leita að og uppræta sprengjur sem liggja í jörðu niðri og annars staðar á um 16 milljón hektara svæði.

Sú tala kemur frá stjórnvöldum í Kyiv en einn hektari jafngildir tíu þúsund fermetrum. Bandaríska utanríkisráðuneytið segir vitað að rússneskar hersveitir skildu eftir sig sprengjur á ólíklegustu stöðum þegar þær hörfuðu úr norðurhluta Úkraínu. 

Frá því í mars hafa yfir 160 þúsund sprengjur verið gerðar óvirkar en utanríkisráðuneytið segir að um fimm milljónir búi á þeim svæðum þar sem sprengjur er að finna. 

„Ósprungnar sprengjur hindra aðgang að ræktarlandi, tefja enduruppbyggingu, koma í veg fyrir að fólk geti snúið til síns heima og valda dauða og örkumlun almennra borgara,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. 

Sprengjur hafa fundist í matvælageymslum, farangursrýmum bila, þvottavélum, sjúkrarúmum og í líkömum fallinna hermanna. Fjölskylda í borginni Bucha fann sprengju í píanói tíu ára barns.