Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sjö ríki gætu enn neitað NATO-aðild Finna og Svía

10.08.2022 - 12:45
epa10052991 NATO Secretary General Jens Stoltenberg (C), Finland's Minister of Foreign Affairs Pekka Haavisto (L) and Sweden's Minister of Foreign Affairs Ann Linde react at the end of a joint press conference after the signature of the accession protocols to NATO of Finland and Sweden, at NATO headquarters in Brussels, Belgium, 05 July 2022.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
Jens Stoltenberg ásamt Pekka Haavisto og Ann Linde, utanríkisráðherrum Finnlands og Svíþjóðar. Mynd: EPA-EFE
Finnar og Svíar færðust nær aðild að NATO í síðustu viku, þegar Bandaríkin samþykktu aðildarumsóknir ríkjanna tveggja. Sjö aðildarríki gætu þó enn staðið í vegi fyrir inngöngunni með því að beita neitunarvaldi.

Joe Biden bandaríkjaforseti undirritaði aðildarumsóknir ríkjanna tveggja fyrir hönd Bandaríkjanna í gær. Hann sag[i bandalagið verða sterkara með aðild Finna og Svía, tveggja mikilsmegnugra ríkja í norðri, og yrði betur í stakk búið að takast á við ókyrrðina í Evrópu.

Tuttugu og þrjú aðildarríki NATO, af þrjátíu, hafa undirritað aiðildarumsókn Finna og Svía. Leið ríkjanna tveggja inn í bandalagið virðist nú nokkuð greið, en þau sjö aðildarríki sem ekki hafa undirritað umsóknina geta enn lagt stein í götu þeirra.

Ríkin sjö eru:

  • Tyrkland
  • Ungverjaland
  • Tékkland
  • Slóvakía
  • Grikkland
  • Spánn
  • Portúgal

Erdogan gæti enn staðið í vegi fyrir aðildinni

Af þeim ríkjum eru það Tyrkir sem helst hafa sett sig upp á móti aðild Skandinavíuríkjanna. Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, hefur gert skýrar kröfur til Finna og Svía og gert það ljóst hann hyggist ekki undirrita samninginn þeirra nema að þeim uppfylltum.

Tyrkir hafa meðal annars krafist framsals tuga stjórnarandstæðinga sem Tyrklandsstjórn álítur hryðjuverkamenn. Sérfræðingar Norður-Atlantshafsráðsins telja líklegt að tyrknesk stjórnvöld verði því með þeim síðustu til þess að fallast á inngöngu Finna og Svía.

Ungverjar fylgja Tyrkjum

Ungverjar hafa ekki verið spenntir fyrir aðild ríkjanna tveggja. Viktor Orban, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir hann fylgi fordæmi Tyrkja. Hann er því talinn verða sá allra síðasti til þess að undirrita samninginn um aðildina.

Hin ríkin fimm telja sérfræðingar að stökkvi á vagninn innan tíðar.