Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ný aðferð við bólusetningu tryggir fleiri skammta

epa10113221 Healthcare worker Ngoc-Chau Tran prepares a syringe with a dose of the Monkeypox vaccine at Barnsdall Art Park in Los Angeles, California, USA, 09 August 2022. Pop-up vaccination clinics have emerged across Los Angeles County, making vaccinations availble only for specific risk groups while supplies are limited.  EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld heimiluðu í dag nýja aðferð við útdeilingu bóluefnis gegn apabólu sem tryggja eiga fleira fólki bólusetningu með sama magni efnis. Birgðir bóluefnis eru af skornum skammti í landinu.

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna heimilaði einnig bólusetningu þeirra undir átján ára aldri sem talin eru í sérstakri hættu að smitast.

Nú er heimilt að sprauta bóluefninu undir efsta lag húðarinnar sem sérfræðingar eftirlitsins telja að þannig verði til fimm sinnum fleiri skammtar úr einum. Ennþá þarf að endurtaka bólusetningu að tveimur vikum liðnum. 

Um það bil 620 þúsund skömmtum af bóluefninu Jynneos hefur verið dreift um gervöll Bandaríkin og 440 þúsund til viðbótar væntanlegir. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar pantað fimm milljónir skammta sem afhentir verða frá septemberbyrjun og út árið 2023.

Með breyttu verklagi við bólusetningu má fimmfalda allar skammtatölur en ákvörðun Matvæla- og lyfjaeftirlitsins kom í kjölfar þess að ákveðið var að veita neyðarheimild til notkunar bóluefnisins.