Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lögregla segir að rannsókn fíkniefnamáls gangi vel

Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Karen Sigurþórsdóttir - RÚV
Rannsókn lögreglu á umfangsmiklu fíkniefnamáli miðar vel, að því er segir í tilkynningu.

Síðastliðið föstudagskvöld var greint frá því að fjórir hafi verið hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins til 17. ágúst. Lagt var hald á tugi kílóa af fíkniefnum í sameiginlegum aðgerðum lögreglu.

Rannsókn málsins hefur staðið yfir undanfarna mánuði, eins og segir í tilkynningunni. Að henni koma embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum auk ríkissaksóknara og héraðssaksóknar.

Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um málið frá því á föstudag þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. 

 

oddurth's picture
Oddur Þórðarson
Fréttastofa RÚV