Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kenna Bandaríkjunum um innrásina í Úkraínu

10.08.2022 - 16:25
epa09576554 A picture released by Xinhua News Agency shows Xi Jinping (C), general secretary of the Communist Party of China (CPC) Central Committee, making a speech at the sixth plenary session of the 19th CPC Central Committee in Beijing, China, 11 November 2021. At the sixth plenary session on 11 November, China's Communist Party passed a historic resolution praising President Xi Jinping's role in China's rise as an economic and strategic power. The resolution is the third of its kind after Mao Zedong and Deng Xiaoping. The session was held in Beijing from 08 to 11 November.  EPA-EFE/JU PENG MANDATORY CREDIT  EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA
Sendiherra Kína í Rússlandi segir innrás Rússa í Úkraínu vera Bandaríkjunum að kenna. Markmið þeirra sé að draga allan mátt úr Rússum.

Zhang Hangui, kínverski sendiherrann í Moskvu, var í viðtali hjá rússneska ríkismiðlinum TASS síðdegis þar sem hann sakaði Bandaríkin um að þjarma að Rússum með útvíkkun Atlantshafsbandalagsins og með stuðningi við úkraínsk stjórnmálaöfl sem aðhyllast frekar Evrópusamstarf en samvinnu með Rússlandi.

Kína hefur ekki viljað fordæma innrásina og hafa Rússar leitað mjög í vinskap og viðskipti Kínverja eftir að Vesturlönd settu á harðar refsiaðgerðir. Í viðtalinu sagði Zhang að Bandaríkjamenn hafi verið helstu hvatamenn árásarinnar. Í þokkabót hafi þau sett fordæmalausar refsiaðgerðir og séð Úkraínu fyrir vopnum.

Úkraínustjórn kallaði enn eftir harðarði refsiaðgerðum í dag. Dmytro Kuleba forsætisráðherra ítrekaði ákall Volodymyrs Zelensky forseta um að Evrópusambandið og G7-ríkin hætti að veita rússneskum ríkisborgurum vegabréfsáritanir. 

Zelensky gerði þessa kröfu fyrr í vikunni. Kuleba sagði á Twitter í dag að Rússar styðji langflestir innrásina. Svipta þurfi þá réttinum til þess að fara til útlanda þar til þeir læra að virða landamæri.

Þórgnýr Einar Albertsson