Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Undirbúa það að eldgosið standi yfir í langan tíma

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon/Guðmu - RÚV
Mikilvægt er að undirbúa sig undir að eldgosið á Reykjanesskaga standi yfir í nokkuð langan tíma.

Þetta er mat vísindamanna, sem telja framgang gossins vera eins og við mátti búast. Á gervihnattamyndum sem sýna landbreytingar á Reykjanesskaga frá lok júlí má sjá merki um aflögun skammt norðaustur af Grindavík.

Aflögunin er við upptök jarðskjálfta, 5,5 að stærð sem varð 31. júlí. Á fundi vísindaráðs almannavarna í morgun var farið yfir gögn og eru engar vísbendingar um að kvika sé á ferðinni heldur líklegast að breytingar á yfirborði megi rekja til skjálftans.

Engu að síður ætla vísindamenn að safna frekari gögnum til að staðfesta að svo sé.