Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Senda dróna til móts við innlyksa námuverkamenn

09.08.2022 - 00:57
epa10110970 Relatives of miners arrive at the area where 10 miners are trapped in the municipality of Sabinas in Coahuila, Mexico, 07 August 2022. The president of Mexico, Andrés Manuel López Obrador said that the priority is to rescue the 10 miners who since Wednesday were trapped in a mine in Sabinas, Coahuila, in the north of the country after a landslide.  EPA-EFE/Antonio Ojeda
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Björgunarfólk í Norður-Mexíkó hefur unnið sleitulaust í fimm daga við að reyna að bjarga tíu verkamönnum sem urðu innlyksa í kolanámu. Mennirnir festust inni í námunni á miðvikudag þegar vatn flæddi inn djúp námugöngin. Reynt hefur verið að dæla vatni upp úr námunni, svo hægt sé að senda af stað kafarahóp til móts við mennina, en göngin eru enn metin of hættuleg til þess.

Yfirvöld í Mexíkó tilkynntu í gær, mánudag, að þau hyggðust senda dróna niður námugöngin. Hann tæki myndir af aðstæðum og þá væri hægt að endurmeta öryggi þess að senda björgunarfólk ofan í námuna.

Segir 300 lítrum dælt upp úr námunni á hverri sekúndu

Gífurlegt magn af vatni flæddi inn á göngin og var það upphaflega um 30 metra djúpt. AFP hefur eftir forseta landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, að yfir 300 lítrum væri dælt upp úr námunni á hverri sekúndu. Hann sagði allt kapp lagt á að koma mönnunum úr námunni. Þjóðin öll fylgdist með og bæði fyrir því að þeir væru enn á lífi.