Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Rannsakaður fyrir að hafa trúnaðargögn á heimili sínu

epa10108200 Former US President Donald J. Trump arrives at a Save America Rally in Waukesha, Wisconsin, USA, 05 August 2022. Trump was campaigning for Wisconsin Republican gubernatorial Tim Michaels, US Senator Ron Johnson and US House candidate Derrick Van Orden. Voters go the polls to vote in the primary election on 09 August.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í Flórída í gærkvöld. Húsleitin var gerð vegna gruns um að Trump hafi í óleyfi geymt trúnaðargögn Hvíta hússins frá forsetatíð sinni inni á heimili sínu.

Segir þurfa að grandskoða mál sem snúi að þjóðaröryggi

Carolyn B. Maloney, sem fer fyrir nefndinni sem rannsakar meðferð trúnaðargagnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í nótt fyrir hönd nefndarinnar. Þar sagði að hlutverk forseta væri að standa vörð um öryggi Bandaríkjamanna, því hafi orðið að grandskoða vísbendingar um að Trump hafi farið óvarlega með leynilegar upplýsingar.

Trump líkti leitinni við Watergate

Trump var æfur vegna leitarinnar og gerði óánægju sína ljós á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar skrifaði hann að þetta óvænta innbrot á heimili hans hefði verið óviðeigandi og algerlega óþarft, þar sem hann hefði fram að þessu verið samvinnuþýður yfirvöldum.

epa10112023 Authorities stand outside Mar-a-Lago, the residence of former president Donald Trump, amid reports of the FBI executing a search warrant as a part of a document investigation, in Palm Beach, Florida, USA, 08 August 2022.  EPA-EFE/JIM RASSOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögreglubílar fyrir utan heimili Trump fjölskyldunnar í Flórída.

Hann bar húsleitina saman við Watergate hneykslið og sagði róttæka vinstrisinnaða demókrata reyna að spilla fyrir mögulegu framboði hans til forseta 2024. Hann sagði aðgerðirnar minna á þriðja heims ríki og að spillingin í landinu hefði náð nýjum hæðum.

Hér má sjá tilkynningu forsetans í heild:

Var látinn afhenda trúnaðargögn í febrúar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsetinn er rannsakaður fyrir að fara óhönduglega með trúnaðargögn. Bandaríska þjóðskjalasafnið krafði Trump um fimmtán kassa af gögnum Hvíta hússins í febrúar á þessu ári, sem innihéldu meðal annars trúnaðargögn. Trump tafði afhendingu þeirra gagna, þangað til að skjalasafnið sagðist ætla að grípa til aðgerða til þess að endurheimta þau.

Trump var ekki á staðnum þegar húsleitin var gerð, heldur var hann á heimili sínu í New York, samkvæmt fréttastofu CNN. Bandaríska alríkisstofnunin hefur ekki tjáð sig um húsleitina.

Stuðningsmenn veifuðu Trump fánum í Flórída

Aðdáendur Trumps veifuðu fánum og hrópuðu stuðningsorð til fyrrverandi forsetans í nótt, eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum.