Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Alvarlegt umferðaslys á Akureyri

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Ekið var á gangandi vegfranda í miðbænum á Akureyri á ellefta tímanum í morgun. Slysið varð á Strandgötu, skammt frá BSO.

Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir tildrög slyssins enn til rannsóknar.

Hinn slasaði er karlmaður á sjötugsaldri og virtist mikið slasaður að sögn Skarphéðins.

Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri en frekari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir.

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV