Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tíu verkamenn lokaðir inni í námu í Mexíkó í fjóra daga

08.08.2022 - 00:57
epa10110967 Photograph taken with a drone shows the arrival of the president of Mexico Andrés Manuel López Obrador to the area where 10 miners are trapped in the municipality of Sabinas in Coahuila, Mexico, 07 August 2022. López Obrador said that the priority is to rescue the 10 miners who since Wednesday were trapped in a mine in Sabinas, Coahuila, in the north of the country after a landslide.  EPA-EFE/Antonio Ojeda
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Ekkert hefur spurst til tíu verkamanna sem urðu innlyksa í kolanámu í Agujita-héraði í Mexíkó fyrir fjórum dögum. Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, fór á vettvang í gærkvöld til að fylgjast með björgunaraðgerðunum, sem lítinn árangur hafa borið.

Vatn flæddi inn námugöngin

Námuverkamennirnir unnu að greftri í vikunni þegar vatn flæddi af miklum krafti inn námugöngin. Þá komust fimm verkamenn út, en síðan hefur ekkert heyrst frá þeim tíu sem enn eru taldir vera inni í göngunum.

Björgunarfólk hefur unnið hörðum höndum að því að því að dæla vatni úr göngum námunnar, sem eru um 60 metra djúp. Að sögn yfirvalda í landinu þarf að minnka dýpið verulega, svo að hægt sé að senda kafara inn í göngin með öruggum hætti. Samkvæmt heimildum AFP hefur þeim þó aðeins tekist að lækka yfirborð vatnsins um tæpa tíu metra á þessum fjórum dögum.

Vona að ástvinir þeirra hafi fundið skjól

Ættingjar þeirra sem enn eru lokaðir inni í námunni segjast verða örvæntingafyllri með hverri klukkustund sem líður, en þau bindi þó vonir við að ástvinir þeirra hafi komist undan vatnsflaumnum hærra upp í göngin og séu enn á lífi.

Á síðasta ári dóu sjö námuverkamenn í svipuðu slysi í sama héraði í Mexíkó.