Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Næsta lægð á leiðinni

08.08.2022 - 07:19
Innlent · Lægð · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8 til 15 metrar og skúrir. Lengst af verður þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu.

Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn í dag og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast verður á Norðausturlandi. 

Í fyrramálið verður lægðin skammt vestur af landinu. Þá verður áttin suðlæg eða breytileg, kaldi eða strekkingur og víða talsverð rigning. Um og eftir hádegi dregur úr úrkomu. Síðdegis verður orðið þurrt að mestu á Austurlandi og þá bætir í vind við suðausturströndina. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV