Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mannabein fannst á Snæfellsnesi

Mynd með færslu
 Mynd: ..
Erlendur ferðamaður fann mannabein á Snæfellsnesi í síðustu viku. Beinið, stakt kjálkabein, fannst á stað þangað sem jarðvegur hafði nýlega verið fluttur. Fornleifafræðingar, kennslanefnd og rannsóknardeild lögreglunar á Vesturlandi vinna að rannsókn málsins.

Þetta staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson,  settur yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Til rannsóknar er meðal annars hvort jarðvegurinn sem fluttur var þangað sem beinið fannst hafi verið nálægt þekktum grafreit, þá er verið að vinna að því að aldursgreina beinið og bera frekari kennsl á það eftir því sem hægt er. Ekki liggur fyrir hversu gamalt beinið er, hvort það flokkist hreinlega til fornleifa. 

astahm's picture
Ásta Hlín Magnúsdóttir