Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vopnahlé í sjónmáli á Gaza en árásir halda áfram

epaselect epa10110304 Palestinians bodies of the victims killed in Israeli airstrikes during funeral in Jabaliya refugee camp, northern Gaza Strip, 07 August 2022. According to Palestinian ministry of health, at least six Palestinians were killed in an Israeli airstrike on Jabaliya refugee camp a day earlier. A third day of tensions between Palestinian militants in Gaza and Israeli forces continue on 07 August, as they exchange rocket attacks and airstrikes resulting in the death of at least 31 Palestinians and injury of 284 others, according to the Palestinian Ministry of Health. The Israeli Army on 07 August announced that a second senior leader of the Palestinian Islamic Jihad movement Khaled Mansour, responsible of terrorist attacks against Israelis, was targeted and killed by IDF aircraft.  EPA-EFE/HAITHAM IMAD
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sautján eru látin eftir eldflauga- og loftárásir Ísraela á Gaza-ströndinni síðdegis að sögn yfirvalda á Gaza. Meðal þeirra eru níu börn. Fleiri en 40 hafa látið lífið og rúmlega 300 eru særð frá því hörð átök brutust út að nýju milli Ísraela og Palestínumanna, skærur sem hafa staðið yfir linnulaust síðustu þrjá sólarhringa.

Alls hafa 11 börn verið drepin í árásunum síðustu þrjá daga samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu í Gaza-borg. 

Þá hefur eldflaugum verið skotið frá Gaza og hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum á Tel Aviv, Jerúsalem og aðrar borgir nærri landamærunum. Tveir Ísraelar særðust eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum. 
 
Bundnar eru vonir við að sendinefnd Egypta, sem fór til Gaza í gær til að miðla málum, hafi komið því til leiðar að binda enda á átökin, sem eru þau mestu á milli Ísraela og Palestínumanna í rúmt ár. 

Vopnahlé í sjónmáli

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands sagði í morgun að viðræður stæðu yfir við báða aðila um að hætta árásunum og að vopnahlé væri í sjónmáli.

AFP fréttaveitan greindi frá því fyrir stundu að Ísraelar hefðu fallist á skilyrði vopnahlés og það ætti að taka gildi í kvöld.

Ekki hefur fengist staðfest hvort samninganefnd Palestínumanna hafi fallist á skilyrðin, en haft er eftir egypskum heimildarmönnum að Ísrael hafi fallist á að gera hlé á árásunum og beðið væri eftir svari frá Palestínumönnum. Talsmaður Jihadistasamtakanna Heilagt stríð, segir að samkomulag liggi ekki fyrir.