Fyrsta mark leiksins, og tímabilsins, kom á 20. mínútu og það skoraði Gabriel Martinelli eftir stoðsendingu frá Úkraínumanninum Oleksandr Zinchenko sem gekk til liðs við Arsenal frá Manchester City fyrir tímabilið. 1-0 var staðan í hálfleik og raun allt fram á 85. mínútu þegar Marc Guehi, leikmaður Crystal Palace, skoraði sjálfsmark. Lokatölur 2-0 og Arsenal byrjar tímabilið því á sigri.
Fyrsta umferðin heldur áfram á morgun og sunnudag en þá mæta ríkjandi meistararnir í Manchester City til leiks á móti West Ham í síðasta leik umferðarinnar. Viðureignirnar í fyrstu umferð eru eftirfarandi:
Laugardagur
- Fulham - Liverpool
- Tottenham - Southampton
- Newcastle - Nottingham Forest
- Everton Chelsea
- Leeds - Wolves
- Bournemouth - Aston Villa
Sunnudagur
- Leicester - Brentford
- Manchester United - Brighton
- West Ham - Manchester City