Arsenal vann opnunarleikinn í ensku úrvalsdeildinni

epa10107721 Arsenal’s Gabriel Martinelli celebrates with teammates after scoring the 0-1 lead during the English Premier League soccer match between Crystal Palace and Arsenal FC in London, Britain, 05 August 2022.  EPA-EFE/Daniel Hambury EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Arsenal vann opnunarleikinn í ensku úrvalsdeildinni

05.08.2022 - 21:05
Fyrsti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni fór fram á Selhurst Park í kvöld en þar áttust við Crystal Palace og Arsenal. Svo fór að Arsenal vann leikinn 2-0 og byrja tímabilið því vel.

Fyrsta mark leiksins, og tímabilsins, kom á 20. mínútu og það skoraði Gabriel Martinelli eftir stoðsendingu frá Úkraínumanninum Oleksandr Zinchenko sem gekk til liðs við Arsenal frá Manchester City fyrir tímabilið. 1-0 var staðan í hálfleik og raun allt fram á 85. mínútu þegar Marc Guehi, leikmaður Crystal Palace, skoraði sjálfsmark. Lokatölur 2-0 og Arsenal byrjar tímabilið því á sigri.

Fyrsta umferðin heldur áfram á morgun og sunnudag en þá mæta ríkjandi meistararnir í Manchester City til leiks á móti West Ham í síðasta leik umferðarinnar. Viðureignirnar í fyrstu umferð eru eftirfarandi:

Laugardagur

  • Fulham - Liverpool
  • Tottenham - Southampton
  • Newcastle - Nottingham Forest
  • Everton Chelsea
  • Leeds - Wolves
  • Bournemouth - Aston Villa

Sunnudagur

  • Leicester - Brentford
  • Manchester United - Brighton
  • West Ham - Manchester City