Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

British Airways aflýsir yfir tíu þúsund flugferðum

epa07829181 (FILE) - British Airways aircraft stand on their parking positions or taxi at Heathrow Airport in London, Britain, 29 May 2017 (reissued 09 September 2019). According to media reports on 09 September 2019, pilots belonging to the British Airline Pilots Association and employed by carrier British Airways declared a 48-hour strike due to a pay dispute. The strike will ground most of the airline?s flights and complicate the travel plans of thousands of potential passengers.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst 10.300 flugferðum, sem áætlaðar voru frá byrjun ágúst og til loka október. Aðgerðin bætist við fyrri aflýsingar félagsins, sem er það næststærsta í Bretlandi á eftir easyJet, þegar kemur að flugflota og farþegafjölda.

Þetta kemur fram í frétt BBC þar sem segir að flugiðnaðurinn hafi átt í miklum erfiðleikum að ná fyrri styrk eftir heimsfaraldurinn. Skýrist þetta einkum af manneklu í starfsliði flugvalla, meðal annars í þjónustu við flugfarþega, innritun og öryggisleit.

Þrjátíu þúsund flug felld niður

Greint var frá því fyrr í gærmorgun að flugfélagið hefði aflýst 1.500 flugferðum nú yfir hásumarið og bætast þessar aflýsingar við sem félagið tilkynnti um í morgun.

Áður hafi félagið aflýst um 10 prósentum allra fyrihugaðra ferða frá apríl til október. Það dugi ekki til eigi flugfélagið að ná að endurskipuleggja starfsemi sína og rekstur í kjölfar faraldursins, segja forsvarsmenn flugfélagsins.

Félagið hefur alls fellt niður þrjátíu þúsund flug frá því í apríl á þessu ári.