Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Bjargað köldum og hröktum af Fimmvörðuhálsi

07.07.2022 - 13:24
Mynd með færslu
Björgunarsveitamenn á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Myndin var tekin fyrr í mánuðinum. Mynd: Þorsteinn Jónsson - Landsbjörg
Björgunarsveitum barst neyðarkall rétt fyrir klukkan sex í morgun frá tveimur konum sem voru veðurtepptar í tjaldi ofarlega á Fimmvörðuhálsi. Þær voru orðnar blautar og kaldar eftir baráttuna við veðrið.

Konurnar hringdu í Neyðarlínuna og óskuðu eftir aðstoð sem barst rétt upp úr klukkan níu. Björgunarsveitarmenn færðu þeim heitt að drekka, næringu og þurr föt.

Konurnar höfðu ekki orku til að ganga sjálfar til baka og voru fluttar með sexhjólum í björgunarsveitarbíla. Eftir hádegi voru allir komnir niður á láglendi.

 

astahm's picture
Ásta Hlín Magnúsdóttir