Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Kaupin á Mílu raska samkeppni

06.07.2022 - 16:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Kaup franska fjárfestingasjóðsins Ardian á Mílu af Símanum raska samkeppni og verður samruninn ekki samþykkur af Samkeppniseftirlitinu án skilyrða eða með frekari útskýringum Ardian og Símans. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallarinnar.

Þá er tekið fram í tilkynningunni að þessi niðurstaða sé frummat Samkeppniseftirlitsins og feli ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun. Ardian og Síminn hafa frest til að skila andmælum til 15. júlí. Síminn sendi frá sér tilkynningu í október í fyrra um samkomulag um að Ardian keypti alla hluti í Mílu.