Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

„Ég óttast að verða hérna að eilífu“

epa10045428 Two-time Olympic gold medalist and WNBA player Brittney Griner is escorted to a courtroom for a hearing, in Khimki City Court, outside Moscow, Russia, 01 July 2022. The Khimki City Court reportedly had extended Greiner's detention for the duration of her trial on charges of drug smuggling that started on 01 July. Griner, a World Champion player of the WNBA's Phoenix Mercury team was arrested in February at Moscow's Sheremetyevo Airport after some hash oil was detected and found in her luggage, for which she now could face a prison sentence of up to ten years.  EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Brittney Griner, ein helsta körfuboltastjarna Bandaríkjanna sem situr í rússnesku fangelsi, biðlar til Joes Biden forseta að hlutast til um frelsun sína. Hvíta húsinu barst bréf Griner í gærmorgun.

„Ég óttast að verða hérna að eilífu,“ segir í bréfinu sem barst forsetanum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. The Guardian fjallar um málið. 

„Ég veit vel að þú hefur margt á þinni könnu en vertu svo vænn að gleyma hvorki mér né öðru fólki sem haldið er föngnu. Gerðu allt sem þú getur til að koma okkur heim aftur.“ Hún sagðist hafa kosið Biden og hún tryði því að hann geti aðstoðað við frelsun hennar.

Griner spilaði fyrir Phoenix Mercury vestra og rússneska liðið UMMC Ekaterínburg frá árinu 2015. Fjöldi leikmanna í bandarísku kvennakörfuboltadeildinni WNBA leikur með rússneskum liðum meðan ekki er leikið á bandaríska mótinu. Laun körfuboltakvenna eru hærri í Rússlandi en Bandaríkjunum.

Merking orðsins frelsi orðin önnur

Griner rifjar upp í bréfinu að faðir hennar barðist í Víetnamstríðinu og að fjölskylda hennar minnist á þjóðhátíðardaginn þeirra sem börðust fyrir frelsinu. Hún segir það taka á að hugsa um það því merking orðsins frelsi sé fyrir henni orðin allt önnur en áður. 

Griner var stöðvuð af tollvörðum á leið frá Rússlandi í febrúar vegna gruns um að kannabisolía væri í vökva fyrir rafrettu í fórum hennar. Síðan þá hefur hún verið í haldi en réttarhöld yfir henni hófust á föstudaginn. Talið er að Rússar hyggist ætla að beita Griner fyrir sig við fangaskipti. 

Talsmaður Griner segir heildartexta bréfsins vera fyrir Biden einan og að Cherelle eiginkona Griner gæti ekki tjáð sig um efni þess. Cherelle sagði í viðtali við CNN að henni þætti utanríkisþjónustan ekki leggja sig að fullu fram við lausn Brittney, að orð og athafnir færu ekki saman.

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gær sagði að handtaka Griner sé ólögmæt og að ríkisstjórnin ynni af fullum krafti við að koma henni - og öðrum ranglega fangelsuðum - heim aftur.