Demó er skipuð Magnúsi Má Newman á trommur, Alexander Fryderyk Grybos sem syngur og spilar á gítar, Jakob Piotr Grybos píanóleikara, Guðjóni Steini Skúlasyni á bassa og Sigurði Baldvin Ólafssyni á gítar. Þeir þakka tilurð plötu sinnar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem hafi styrkt þá með æfingahúsnæði og hjálp við upptökur. Annars er platan tekin upp að mestu leyti í stúdíói í Mosfellsbæ með Arnari Sigurðssyni og hljóðblönduð í tónlistarskólanum.
Plata Demo, Neistar, er plata vikunnar á Rás 2. Hún er aðgengileg á vef ásamt kynningum meðlima á sjálfum sér og tilurð laga plötunnar.