Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sandbylur veldur erfiðleikum í Teheran

04.07.2022 - 16:10
Erlent · Asía · Íran · Umhverfismál · Veður
epa08084833 An Iranian boy looks as the smog obscures buildings in the capital city of Tehran, in Darabad mountain northern Tehran Iran, 21 December 2019. Reports state, Tehran's air pollution is reaching hazardous level again prompting the government to declare another two-day closure for schools in Tehran. Authorities have urged elderly and sick people as well as children to stay indoors. Tehran is challenging with heavy air pollution over a month.  EPA-EFE/ABEDIN TAHERKENAREH
Loftmengun fer iðulega yfir viðmiðunarmörk í Teheran. Mynd: EPA-EFE - EPA
Kröftugur sandbylur varð til þess að opinberum skrifstofum, háskólum og öðrum skólum var lokað í dag í Teheran, höfuðborg Írans. Þá fengu dómarar og aðrir starfsmenn dómstóla í borginni að halda sig heima.

Ríkisfréttastofan IRNA hefur eftir mengunareftirlitinu í Teheran loftmengun af völdum ryks og sands hafi verið yfir hættumörkum. Skyggni var slæmt í borginni. Í nágrannahéraðinu Alborz, vestan við höfuðborgina var öllum skrifstofum lokað, svo og bönkum og vísindastofnunum, að sögn fréttastofu ríkissjónvarpsins.

Sandbylir hafa löngum gert íbúum í landshlutunum erfitt fyrir. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum og þeir hafa verið kröftugri en áður fyrr. Loftslagsbreytingum er kennt um og sömu leiðis ofbeit og skógarhöggi. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV