Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Nokkrir skotnir í verslanamiðstöð í Kaupmannahöfn

03.07.2022 - 16:34
epa10050000 People run in front of the Fields shopping center during evacuation by armed police in Oerstad, Copenhagen, Denmark, 03 July 2022. According to Danish News Agency Ritzau, people reported shots fired in the Fields shopping center in Copenhagen.  EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
Mikill viðbúnaður er í kringum verslanamiðstöðina Field's á Amager í Kaupmannahöfn þar sem nokkrir hafa orðið fyrir skoti. Fyrstu tilkynningar bárust lögreglu klukkan rúmlega sex að staðartíma.

Að sögn sjónarvotta Ekstra Bladet hefur fólk streymt út úr Field's og lögregla girt af svæðið í kringum verslanamiðstöðina. Þyrla er á sveimi yfir svæðinu.

Myndir sjónarvotta, sem birtast á dönskum vefmiðlum sýna að lögregla er þungvopnuð á staðnum. Í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 segir sjónarvottur að hann hafi heyrt að minnsta kosti þrjá skothvelli inni í verslanamiðstöðinni og að hræðsla hafi gripið um sig.

Kaupmannahafnarlögreglan hefur beðið þá sem eru staddir inni í verslanamiðstöðinni  að halda kyrru fyrir, aðrir eru beðnir um að halda sig fjarri. 

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en lögreglan í Kaupmannahöfn segir á Twitter segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu.

epa10049998 Armed police seen inside of the Fields shopping center during evacuation in Oerstad, Copenhagen, Denmark, 03 July 2022. According to Danish News Agency Ritzau, people reported shots fired in the Fields shopping center in Copenhagen.  EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
epa10050002 People gather in front of the Fields shopping center during evacuation by armed police in Oerstad, Copenhagen, Denmark, 03 July 2022. According to Danish News Agency Ritzau, people reported shots fired in the Fields shopping center in Copenhagen.  EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
epa10050013 People react in front of the Fields shopping center during evacuation by armed police, in Oerstad, Copenhagen, Denmark, 03 July 2022. The Copenhagen Police department tweeted that they are present at the Fields shopping center in Copenhagen where shots were fired.  EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
epa10050012 People react in front of the Fields shopping center during evacuation by armed police, in Oerstad, Copenhagen, Denmark, 03 July 2022. The Copenhagen Police department tweeted that they are present at the Fields shopping center in Copenhagen where shots were fired.  EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
urduro's picture
Urður Örlygsdóttir