Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Nokkrir látnir eftir skotárás í Kaupmannahöfn

epa10050021 An ambulance and armed police gather outside shopping center Field's in Copenhagen, Denmark, 03 July 2022. Danish Police has confirmed that shots were fired inside and that several people are injured.  EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
22 ára gamall danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna skotárásarinnar í verslanamiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn nú síðdegis. Søren Thomassen lögreglustjóri í Kaupmannahöfn staðfesti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að nokkur væru látin eftir árásina og einhver særð en gat ekki staðfest hversu margir. Þau særðu hafa verið flutt á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn til aðhlynningar.

Thomassen sagði að ekki væri hægt að útiloka að um hryðjuverk væri að ræða. Aðgerðir lögreglu standa enn yfir, ekki aðeins við Field's heldur um alla Kaupmannahöfn. Hann segir að lögregla geti ekki staðfest hvort fleiri en einn hafi staðið á bak við árásina. 

Lögregla hefur beðið þá sem eru staddir inni í verslanamiðstöðinni að halda kyrru fyrir og bíða eftir aðstoð lögreglu. Aðrir eru beðnir um að halda sig fjarri. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚVgrafík
urduro's picture
Urður Örlygsdóttir