Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Efnahagsráðherra Argentínu segir af sér

epa09999713 The Minister of Economy of Argentina, Martin Guzman, presented the income tax project, at the Government House in Buenos Aires, Argentina, 06 June 2022. Fernandez assured that the projected extraordinary income tax is given to cover a bonus aimed at unregistered workers and retirees.  EPA-EFE/Juan Ignacio Roncoroni
 Mynd: EPA
Martin Guzman, efnahagsráðherra Argentínu, hefur sagt af sér embætti. Guzman tókst í embættistíð sinni að ná samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinni um 44 milljarða skuld Argentínu.

Bæði Alberto Fernandez forseti og ekki síst Cristina Kirchner varaforseti streittust á móti samningagerðinni. Hún var afar gagnrýnin á vinnubrögð Guzmans.

Hann ávarpaði Fernandez í afsagnarbréfi sínu á Twitter þar sem hann kvaðst vonast til að arftaki hans þyrfti ekki að glíma við sama vanda og hann. Eins þurfi nýr efnahagsráðherra að fá nauðsynleg pólítísk verkfæri í hendur til að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hafin er.

Argentínumenn hafa glímt við alvarlegan efnahagsvanda árum saman en verðbólga undanfarinna tólf mánaða nemur yfir sextíu af hundraði. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi og kórónuveirufaraldurinn varð til að bæta gráu ofan á svart. Guzman tiltók ekki nákvæmlega hver ástæða afsagnarinnar væri né hvað tæki við hjá honum.