Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Árni Gunnarsson er látinn

03.07.2022 - 13:17
Mynd: Alþingi / Alþingi
Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og fréttastjóri Ríkisútvarpsins, lést aðfaranótt föstudags, 82 ára að aldri.

Árni fæddist á Ísafirði árið 1940. Hann var giftur Hrefnu Filippusdóttur og eiga þau tvær dætur, Sigríði Ástu og Gunnhildi.

Árni var fyrst kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn árið 1978 og sat á þingi með hléum til ársins 1991, sem þingmaður Norðurlands eystra. Fyrir þingmennsku fékkst Árni við blaða- og fréttamennsku og var hann meðal annars fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Það kom í hlut Árna að lýsa því sem fyrir augu bar þegar eldgos hófst á Heimaey í janúar 1973 og skrifaði hann bókina Eldgos í Eyjum í kjölfarið. 

 

urduro's picture
Urður Örlygsdóttir