Mynd: Ragnar Visage - RÚV

Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.
Skýrslutökur ekki hafnar í máli gegn Vítalíu og Arnari
02.07.2022 - 12:23
Enginn hefur verið boðaður í skýrslutöku í tengslum við kæru Ara Edwald, Þórðar Más Jóhannesson og Hreggviðs Jónssonar sem kærðu þau Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífs. Mennirnir lögðu fram kæruna fyrir viku.
Arnar Grant þvertók fyrir það í viðtali við fréttastofu RÚV í gær að að hann hefði hótað þremenningunum.
Arnar sagði í viðtalinu að þremenningarnir hafi átt frumkvæðið að því að bjóða Vítalíu fé. Vítalía sakaði í viðtali í janúar, í hlaðvarpsþættinum Eigin konur, mennina þrjá um kynferðisbrot. Hún hefur ekki kært þá til lögreglu.
Í sama hlaðvarpsþætti bar hún sakir á fjölmiðlamann sem síðar kom í ljós að er Logi Bergmann. Arnar sagði í viðtalinu í gær að Vítalía hafi sagt ósatt þegar hún bar sakir á Loga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Logi ekki kært Vítalíu.