Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Skýrslutökur ekki hafnar í máli gegn Vítalíu og Arnari

02.07.2022 - 12:23
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Enginn hefur verið boðaður í skýrslutöku í tengslum við kæru Ara Edwald, Þórðar Más Jóhannesson  og Hreggviðs Jónssonar sem kærðu þau Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant fyrir  til­raun til fjár­kúgunar, hótanir og brot gegn frið­helgi einka­lífs. Mennirnir lögðu fram kæruna fyrir viku.

Arnar Grant þvertók fyrir það í viðtali við fréttastofu RÚV í gær að að hann hefði hótað þremenningunum.

Arnar sagði í viðtalinu að þremenningarnir hafi átt frumkvæðið að því að bjóða Vítalíu fé. Vítalía sakaði í viðtali í janúar, í hlaðvarpsþættinum Eigin konur, mennina þrjá um kynferðisbrot. Hún hefur ekki kært þá til lögreglu. 

Í sama hlaðvarpsþætti bar hún sakir á fjölmiðlamann sem síðar kom í ljós að er  Logi Bergmann. Arnar sagði í viðtalinu í gær að Vítalía hafi sagt ósatt þegar hún bar sakir á Loga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Logi ekki kært Vítalíu.