Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Olíuleki úr vinnuvél orsakaði eldinn

Mynd: Hjalti Haraldsson / Hjalti Haraldsson
Upptök eldsvoðans í Maríubaug í Grafarholti í gærkvöld er talinn vera vega olíuleka úr vinnuvél sem stóð á milli hitaveitutanka. Að sögn Bjarna Ingimarssyni, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, hafði talsvert af olíu lekið úr vélinni á svæðið í kring. Líklega hafi vélin eða pústið á vélinni verið heitt sem hafi valdið því að eldurinn kviknaði.

„Þetta var mikill og dökkur reykur sem lá um allt hverfið en það er eðlilegt þegar það kviknar í olíu. Slökkvistarf gekk hratt og vel fyrir sig en það þurfti einnig að hreinsa upp olíu á svæðinu.“

Mikill viðbúnaður var á svæðinu og allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað á svæðið. Eins og sést á myndskeiðinu að ofan varð lítil sprenging í eldinum. 

Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn klukkan 19:58 en starfi var lokið á vettvangi klukkan 21:21. 

urduro's picture
Urður Örlygsdóttir

Tengdar fréttir