Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Metfjöldi í gleðigöngu í Lundúnum

02.07.2022 - 19:30
Erlent · Bretland · Gleðiganga · Jafnrétti · LGBTQ · London
Mynd: EPA-EFE / EPA
Tugir þúsunda taka þátt í gleðigöngum víðs vegar um Bretland um helgina. Yfir milljón manns mættu í gönguna í Lundúnum í dag. Fimmtíu ár eru liðin síðan fyrsta gangan þar var haldin. 

Gleðigöngunnar í Lundúnum hafði verið beðið með eftirvæntingu enda féll hún niður síðustu tvö ár vegna covid-faraldursins. Í ár er liðin hálf öld síðan samtökin Gay Liberation Front skipulögðu fyrstu gönguna í Lundúnum. Þá mættu nokkur hundruð og sum þeirra mættu einnig í dag.

„Ég var hér í fyrstu göngunni. Ég var sextán ára og nýlega rekinn úr skóla fyrir samkynhneigð,“ sagði einn göngumanna í dag. „Þetta var nýtt og hafði ekki verið gert áður.  Við vorum ótrúlega taugaóstyrk og óttuðumst handtökur og hómófóbískt ofbeldi en við gengum hnarreist,“ sagði annar.

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, tilkynnti í dag að yfir milljón manns hefði mætt í gönguna í miðborginni. Þetta var fjölmennasta gangan frá upphafi þar í borg.  

 

epa10047830 People participate in the Pride in London Parade 2022 in London, Britain, 02 July 2022. This year's parade commemorates 50 years since the first Pride event took place in the UK and the first since a pause due to the Coronavirus pandemic.  EPA-EFE/TIM IRELAND
 Mynd: EPA-EFE - EPA
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir