Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Xi fer til Hong Kong að fagna 25 ára valdatíð Kínverja

01.07.2022 - 01:45
epa10043564 A handout photo provided by the Information Services Department shows Chinese President Xi Jinping, (C), arriving at the West Kowloon Station of the Guangzhou-Shenzhen-Hong Kong Express Rail Link in Hong Kong, China, 30 June 2022. Chinese President Xi Jinping is visiting the city to mark the 25th Anniversary of the establishment of the Hong Kong Special Administrative Region (HKSAR) of the People’s Republic of China on 01 July 2022.  EPA-EFE/INFORMATION SERVICES DEPARTMENT HO  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - INFORMATION SERVICES DEPARTMENT
Xi Jinping, forseti Kína, fer í opinbera heimsókn til Hong Kong í dag, föstudag. Hann verður viðstaddur hátíðahöld í tilefni þess að 25 ár er liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir borginni.

Mótmælendum gert erfitt um vik

Hefð er komin á að lýðræðissinnar mótmæli í borginni ár hvert á þessum tímamótadegi en nú hafa borgaryfirvöld boðað feikimikla öryggisgæslu til að fyrirbyggja að mótmæli almennings skyggi á skipulögð skemmtiatriði stjórnvalda.

Fyrsta heimsókn Xi síðan óeirðir brutust út 2019

Tveggja daga heimsókn Xi til borgarinnar verður fyrsta ferð hans út fyrir meginland Kína síðan heimsfaraldur kórónuveiru braust út 2019. Forsetinn hefur ekki heldur komið til Hong Kong síðan mótmælaalda reið yfir landið 2019. Þá særðust yfir 50 og skemmdir voru unnar á þinghúsi borgarinnar.

Kveikjan að þeim mótmælum var frumvarp heimastjórnarinnar sem heimilaði framsal þegna Hong Kong til Kína. Mótmælendur töldu það opna á ofsóknir kínverskra yfirvalda á þeim sem yfirvöldum hugnast ekki.

Xi verður einnig viðstaddur innsetningarathöfn í Hong Kong, þegar ný heimastjórn, með John Lee í fararbroddi, tekur við yfirráðum í borginni. Lee er fyrrverandi öryggismálaráðherra og fór sem slíkur fyrir róttækum aðgerðum sem brutu andóf lýðræðissinna í Hong Kong á bak aftur.