Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ritstjóra Vikunnar sagt upp

01.07.2022 - 16:31
Mynd með færslu
 Mynd: Steingerður Steinarsdóttir - Facebook
Steingerði Steinarsdóttur, ritstjóra Vikunnar, hefur verið sagt upp störfum. Hún hefur starfað sem ritstjóri í tíu ár og segir uppsögnina koma á óvart.

„Þetta er ekki eitthvað sem ég bjóst við, mér var sagt að þetta væri vegna skipulagsbreytinga og nýrra áherslna þar sem verið væri að fara einbeita sér meira að vefnum,“ segir Steingerður í samtali við fréttastofu.

Þrátt fyrir að uppsögnin hafi komið á óvart segir Steingerður að hún skilji við fyrirtækið í mikilli sátt eftir góð tíu ár.

Í samtali við fréttastofu segir Sigríður Dagny Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Birtíngs, að ekki standi til að leggja niður tímaritið Vikuna. Það sé eðlilegt að gerðar séu breytingar og að aukin áhersla verði á vef fyrirtækisins.

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV