Skipun í stjórn Landspítala dregst. Lögin sem voru samþykkt á Alþingi við þinglok hafa ekki verið birt í stjórnartíðindum og því ekki tekið gildi. Stefnt er á að birta lögin seint í næstu viku og í framhaldi af því skipar heilbrigðisráðherra í stjórnina.