Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Dregst að skipa stjórn Landspítala

01.07.2022 - 11:39
Mynd með færslu
 Mynd: Rúv - Kveikur
Skipun í stjórn Landspítala dregst. Lögin sem voru samþykkt á Alþingi við þinglok hafa ekki verið birt í stjórnartíðindum og því ekki tekið gildi. Stefnt er á að birta lögin seint í næstu viku og í framhaldi af því skipar heilbrigðisráðherra í stjórnina.

Fimm verða í stjórninni auk tveggja áheyrnarfulltrúa úr hópi starfsfólks Landspítala. Fagráð spítalans hefur tilnefnt áheyrnarfulltrúa, formann fagráðsins, Mörtu Jóns Hjördísardóttur og Örvar Gunnarsson krabbameinslækni. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu gengur vel að finna fulltrúa í stjórnina en ekki er búið að fastsetja hverjir það verða.

Stjórnin á að taka til starfa um miðjan júlí og forstjóri þarf að bera allar meiriháttar eða óvenjulegar breytingar og ákvarðanir undir stjórnina áður en þær eru framkvæmdar. Þá á stjórnin að vera forstjóra til aðstoðar við ákvarðanir um veigamikil atriði er varða rekstur spítalans. Stjórnin er skipuð í fimm ár í senn. 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV