Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sýnileikinn sterkasta vopnið

30.06.2022 - 18:10
Mynd: RÚV / RÚV
Sýnileikinn er sterkasta vopnið er yfirskrift samstöðufundar sem félagasamtök innan hinseginsamfélagsins blésu til í dag, vegna skotárásarinnar í miðborg Ósló aðfaranótt laugardags. Skothríð var beint að gestum skemmtistaðar sem sóttur er af hinsegin fólki, tveir lésust og 21 særðust í árásinni.

Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli síðdegis til að sýna hinsegin fólki í Noregi og fjölskyldum þeirra samstöðu. Fundurinn hófst á mínútuþögn. Þá tóku við ræðuhöld en gleðin var einnig við völd og tók Páll Óskar lagið.

Á fundinum var krafist aðgerða að hálfu stjórnvalda hérlendis, enda hafi fréttaflutningur síðustu vikna sýnt að ofbeldi og hatursorðræða gegn hinsegin fólki hafi færst í aukana.

Teikn séu á lofti um að bakslag hafi orðið í baráttunni og því var kallað eftir aðgerðum til að bregðast við þessari vaxandi ógn, ekki megi sofna á verðinum.

Í spilaranum hér að ofan má horfa á myndskeið frá fundinum.