
Rússneski herinn yfirgefur Snákaeyju
Rússar dróu herlið sitt til baka frá eyjunni í morgun, að sögn til að liðka fyrir því að stjórnvöld í Úkraínu geti aftur hafið útflutning á korni og öðrum landbúnaðarvörum. Þetta sé tákn um velvild Rússlands, enda hafi verkefnum hersins verið lokið á eyjunni.
Valeriy Zaluzhny herforingi Úkraínuhers, segir í yfirlýsingu á Telegram að yfirtökunni megi þakka þeim fjölmörgu Úkraínumönnum sem hafi undanfarið staðið í ströngu við að verja landsvæði umhverfis hafnarborgina Odessu. Að ná aftur yfirráðum yfir Snákaeyju, eða Zmiinyi-eyju, sé mikilvægur strategískur sigur fyrir Úkraínu. Zaluzhny segir að Rússar hafi flúið eyjuna því þeir hafi ekki getað varist linnulausum árásum stórskotaliðs og flughers Úkraínu.
Fréttaveita AFP greinir frá því að Úkraína hafi sakað Rússa um að koma í veg fyrir útflutning kornvöru með því að yfirtaka hafnir landsins og að stela korni og öðrum landbúnaðarvörum, sem hafi áhrif á vöruskort og hrávöruverð til matvælaframleiðslu um allan heim.
Snákaeyja varð táknræn fyrir mótstöðu Úkraínu þegar samtöl varnarliðsins á eyjunni við yfirmenn á rússnesku herskipi sem hyggðust storma í land á eyjunni og vildu að heimamenn gæfust upp.
Mikhaylo Podolyak ráðgjafi Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu, segir á Twitter að það greinilegt sé að reglulega þurfi að berja hressilega á Rússum til þess að velviljinn láti sjá sig. Hann biðlar til vesturveldanna um öflugri vopn, fyrr komist friður ekki á.
Everything according to the plan? Again, as a "goodwill", Russian troops flee from Zmiinyi Island – RF Defense Ministry confirmed. So, in order for Moscow to show its goodwill, we have to beat it up regularly. To be short – more weapons and sooner peace without Nazi letter Z... pic.twitter.com/bsyosvWLRL
— Михайло Подоляк (@Podolyak_M) June 30, 2022