Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Marcos yngri sest á forsetastól á Filippseyjum

Philippine President-elect Ferdinand "Bongbong" Marcos Jr., center, gestures during a press conference at his headquarters in Mandaluyong, Philippines on Monday, June 20, 2022. Marcos expressed fears Monday of a potential food crisis largely due to the war in Ukraine and said he would also serve as agriculture chief when he takes office to brace for possible emergencies. (AP Photo/Aaron Favila)
 Mynd: AP - RÚV
Ferdinand Marcos yngri tekur við embætti forseta Filippseyja í dag, fimmtudag. Hann er sonur fyrrverandi einræðisherra, Ferdinands Marcos eldri.

Marcos verður settur í embætti við hátíðlega athöfn á þjóðminjasafni Filippseyja í höfuðborginni Manila.

Hann er arftaki umdeilds fráfarandi forseta landsins, Rodrigos Duterte, sem gegnt hefur embættinu síðustu sex ár. Marcos yngri, sem jafnan er kallaður Bongbong, er Filippseyingum ekki ókunnur. Hann er einkasonur Ferdinands Marcos, fyrrum einræðisherra landsins, sem steypt var af stóli 1986 eftir að hafa verið rúm tuttugu ár við völd á Filippseyjum.

Óttast að Marcos feti í fótspor föður síns

Kosningabarátta Marcos snerist að miklu leyti um að lífskjör á Filippseyjum hefðu síst batnað frá einræðisvaldatíð föður hans, sem hann reyndi að hvítþvo í baráttunni. Margir hafa áhyggjur af að hann eigi eftir að ríkja af sömu hörku og faðir hans. Hægri hönd hans, í sæti varaforseta, er Sara Duterte, dóttir fráfrandi forseta.