Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fimmtugasti rampurinn opnaður í Hafnarfirði

Mynd: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir / RÚV
Fimmtugasti rampurinn í átakinu Römpum upp Ísland var formlega opnaður við Ísbúð Vesturbæjar í Fjarðargötu í Hafnarfirði í morgun.

Markmið átaksins er að setja upp þúsund rampa á Íslandi fyrir 11. mars 2026. Tilgangurinn er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. 

Vilhjálmur Hauksson, 13 nemandi í Setbergsskóla í Hafnarfirði, opnaði fimmtugasta rampinn. Hann hefur verið duglegur að láta til sín taka í tillögum og umræðu um mannréttindi, skólamál, umhverfismál og aðgengismál.  Hann segir átak sem þetta nauðsynlegt. 

„Þegar maður kemur að svona stað sem er þjónusta fyrir samfélagið og margir nota, svo kemst maður ekki einu sinni inn þá er eins og maður sé út undan i samfélaginu. Maður er ekki velkominn þangað,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu eftir að hann opnaði fimmtugasta rampinn. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV