Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tugir fanga fórust í eldsvoða

28.06.2022 - 14:50
epa09994690 Members of the Colombian National Police prepare to transfer suspects captured for the murder of the Paraguayan prosecutor Marcelo Pecci to Cartagena, at the bunker of the Attorney General's Office in Medellin, Colombia, 03 June 2022. Pecci, a renowned Paraguayan anti-mafia prosecutor, was shot dead on 10 May 2022 on a beach in Baru, near Cartagena de Indias, where he traveled for his honeymoon with his wife, the Paraguayan journalist Claudia Aguilera.  EPA-EFE/LUIS EDUARDO NORIEGA A
 Mynd: EPA
Minnst 49 fangar hafa fundist látnir í fangelsi í kólumbísku borginni Tulua eftir að eldur kviknaði þar í nótt.

Tito Castellanos, yfirmaður fangelsismálastofnunnar landsins, segir fangana uppþot hafa orðið í fangelsinu og að fangarnir hafi kveikt eldinn til að koma í veg fyrir að lögregla gæti náð til þeirra.

Alls eru tólf hundruð sextíu og sjö fangar í fangelsinu. Þrjátíu slösuðust í brunanum. Castellanos segir nú til rannsókar hvort fangarnir hafi kveikt í dýnum sínum til þess að skapa glundroða og þannig sleppa úr haldi sem og hver ástæða uppþotsins var. Hann tjáði sig ekki um hvort nokkur hafi sloppið úr fangelsinu.

Þórgnýr Einar Albertsson