Minnst 49 fangar hafa fundist látnir í fangelsi í kólumbísku borginni Tulua eftir að eldur kviknaði þar í nótt.
Tito Castellanos, yfirmaður fangelsismálastofnunnar landsins, segir fangana uppþot hafa orðið í fangelsinu og að fangarnir hafi kveikt eldinn til að koma í veg fyrir að lögregla gæti náð til þeirra.
Alls eru tólf hundruð sextíu og sjö fangar í fangelsinu. Þrjátíu slösuðust í brunanum. Castellanos segir nú til rannsókar hvort fangarnir hafi kveikt í dýnum sínum til þess að skapa glundroða og þannig sleppa úr haldi sem og hver ástæða uppþotsins var. Hann tjáði sig ekki um hvort nokkur hafi sloppið úr fangelsinu.