Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

NATO setur 300.000 hermenn í viðbragðsstöðu

epa10036470 NATO Secretary General Jens Stoltenberg prepares to address a press conference ahead of the NATO Summit, in Brussels, Belgium, 27 June 2022. The NATO Summit will take place in Madrid, Spain, on 29-30 June 2022.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Atlantshafsbandalagið, NATO, mun stórauka viðbúnað sinn í Evrópu á næstunni vegna breyttra aðstæðna í álfunni eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ársfundur bandalagsins hefst í Madríd í dag og stendur fram á fimmtudag.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að víðtækustu breytingar sem gerðar hafa verið á stefnu og starfsemi samtakanna um árabil verði til umfjöllunar og samþykktar á fundinum.

Styrkur svokallaðra hraðsveita ríflega sjöfaldaður

Þar ber hæst áætlun um að setja allt að 300.000 hermenn í fulla viðbragðsstöðu vegna innrásar Rússa, en um 40.000 hermenn í svokölluðum hraðsveitum bandalagsins eru í þeirri stöðu núna.

Á fréttafundi í gær sagði Stoltenberg að liður í þessu sé að stórefla fjölþjóðlegar hersveitir bandalagsins í Eystrasaltslöndunum og fimm öðrum ríkjum sem liggja að Rússlandi og öðrum hernaðarlega mikilvægum svæðum.

Fjölgað verður í þessum sveitum svo þær nái stórfylkisstyrk, segir Stoltenberg, sem þýðir tvö- til þreföldun liðsaflans í þessm sveitum upp í 3 -- 5.000 hermenn í hverri. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar heitið því að fjölga bandarískum hermönnum á herstöðvum bandalagsins í Eystrasaltslöndunum og Póllandi.