Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Árstíðabundin brennisteinslykt við Múlakvísl

28.06.2022 - 08:34
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Jarðhitavatn er líklega að leka í Múlakvísl á Mýrdalssandi, samkvæmt upplýsingum frá vatnasviði Veðurstofunnar. Líklega tengist það leysingu í Mýrdalsjökli og ekki er um neitt óeðlilegt að ræða þar sem þetta gerist á hverju sumri.

Veðurstofan hefur fengið tilkynningu um brennisteinslykt við ána, og er fólk beðið um að gæta varúðar nálægt ánni og upptökum hennar.

Fyrir tveimur árum blandaðist jarðhitavatn Múlakvísl svo greinileg rafleiðni mældist, og reglulega eru ferðamenn beðnir um að gæta varúðar þrátt fyrir að um reglulegan atburð sé að ræða.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV