Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

13 fórust þegar leki kom að 25 tonna tanki með klórgasi

28.06.2022 - 01:29
Erlent · Asía · Jórdanía
This photo taken from CCTV video broadcasted by Al-Mamlaka TV shows a chlorine gas explosion after it fell off a crane in the port of Aqaba, Jordan, Monday, June 27, 2022. Some dozen workers were killed and scores were hospitalized. (Al-Mamlaka TV via AP)
 Mynd: AP
Þrettán létust og hundruð þurftu bráðrar aðhlynningar við þegar mikill og skyndilegur leki kom að tanki fullum af klórgasi við höfnina í borginni Aqaba í sunnanverðri Jórdaníu í dag. Faisal al-Shaboul, talsmaður stjórnvalda, segir að um 250 manns hafi slasast og í frétt Al Jazeera kemur fram að nær 200 hafi enn verið á sjúkrahúsi þegar liðið var á kvöldið.

Lekinn varð þegar 25 tonna tankur af klórgasi sem flytja átti til Djíbútí losnaði þegar verið var að hífa hann um borð í skip og féll á þilfar þess. Höfninni og stóru svæði umhverfis hana var lokað þegar slysið varð og íbúðarhús í nágrenninu rýmd á meðan sérfræðingar freistuðu þess að stöðva lekann. Lögregla og vinnueftirlit rannsaka tildrög slyssins. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV