Þrettán létust og hundruð þurftu bráðrar aðhlynningar við þegar mikill og skyndilegur leki kom að tanki fullum af klórgasi við höfnina í borginni Aqaba í sunnanverðri Jórdaníu í dag. Faisal al-Shaboul, talsmaður stjórnvalda, segir að um 250 manns hafi slasast og í frétt Al Jazeera kemur fram að nær 200 hafi enn verið á sjúkrahúsi þegar liðið var á kvöldið.