Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ómar Ingi Magnússon valinn bestur í Þýskalandi

Mynd með færslu
 Mynd: Ómar Ingi - Instagram

Ómar Ingi Magnússon valinn bestur í Þýskalandi

27.06.2022 - 23:09
Fyrr í kvöld var Ómar Ingi Magnússon valinn besti leikmaður Þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ómar Ingi spilar með liði Magdeburg og varð Þýskalandsmeistari og næst markahæstur í deildinni. Þá var hann valinn í lið ársins annað árið í röð, eftir að hafa verið markahæstur í deildinni á sínu fyrsta ári.

Ómar átti afbragðs tímabil í hægri skyttunni og endaði með 65% kosningu í atkvæðagreiðslu um besta leikmann tímabilsins. Skákaði hann þar fyrirliða Þýska landsliðsins Johannes Golla, markahæsta leikmanni tímabilsins Hans Lindberg og sigurvegara síðasta árs, hinum sænska Jim Gottfridsson.

Í ár skoraði hann 237 mörk í 33 leikjum og varð þar með næstmarkahæstur í deildinni. Ómar Ingi er þó eflaust nokk sama að hafa misst af markakóngstitlinum enda stóð lið hans Madgeburg uppi sem sigurvegari deildarinnar.

Svona röðuðust atkvæðin:

1. Ómar Ingi Magnússon (SC Magdeburg) - 65.26%

2. Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt) - 10.92%

3. Hans Lindberg (Füchse Berlin) - 10.79%

4. Jim Gottfridsson (SG Flensburg-Handewitt) - 5.57%

5. Simon Jeppsson (HC Erlangen) - 3.6%

6. Kevin Møller (SG Flensburg-Handewitt) - 2.41 %

7. Hampus Wanne (SG Flensburg-Handewitt) -1.45%

Tölfræði Ómars Inga:

Meðaleinkunn þýsku deildarinnar (HPI - handpall performance index): 78 (af 100)
Leikir: 33
Mörk: 237
7m mörk: 113
Skotprósenta: 69.9%
Stoðsendingar: 124