
Hvalveiðar geti fækkað haust- og vetrarferðamönnum
„Þetta er ekki gott fyrir ferðaþjónustuna. Þetta dregur alveg ábyggilega úr vilja einhverra til að fara til Íslands. Það er engnn spurning,“ segir Skarphéðinn
Heldurðu að einhverjir hætti við ferðir?
„Mér finnst ekki sennilegt að fólk hætti við ferð sem það er búið að kaupa og búið að panta gistingu. En þó getur verið að það séu einhverjir. En það sem er kannski frekar áhyggjuefni í mínum huga eru ferðamenn sem eru að plana Íslandsferð. Þetta getur valdið því að þeir falla frá því. Það eru þá ferðamenn sem annars væru að koma hingað í haust eða vetur. Það skiptir talsverður máli að fá þá,“ segir Skarphéðinn.
Hefur þú fengið einhver viðbrögð frá útlendingum?
„Já, ég hef fengið dálítið af tölvupóstum þar sem fólk utan úr heimi er að senda mér athugasemdir sínar. Það er dálítið um þetta. Það er alveg skýr vilji þeirra sem eru að senda þá tölvupósta að við eigum að hætta þessu,“ segir Skarphéðinn.