Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Netflix fækkar starfsfólki enn frekar

25.06.2022 - 15:31
epa07753662 A Netflix page and logo displayed on a tablet and smart phone in Istanbul, Turkey, 02 August 2019. According to media reports, a Turkish regulation gave authority to the Turkish Radio and Television Supreme Council (RTUK) to regulate and monitor sound and visual broadcasting, including online streaming services like Netflix, other contents shared on social media platforms, and online news outlets on a regular basis.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
 Mynd: EPA
Streymisveitan Netflix hefur sagt upp 300 starfsmönnum fyrirtækisins og bætast þeir við þá 150 sem sagt var upp störfum í maí. Flest störfin eru í Bandaríkjunum.

 

Fréttamiðlar vestanhafs greina frá og vísa í tölvupóst frá talsmanni fyrirtækisins. Ákveðið hafi verið að fækka starfsfólki til þess að bregðast við minni hagnaði og auknum kostnaði. Hagnaður Netflix á fyrsta ársfjórðungi hafi sýnt farið væri að draga úr tekjuaukningu.

Áskrifendur í Bandaríkjunum einum fækkaði um 200 þúsund á fyrsta ársfjórðungi og var þetta í fyrsta sinn sem áskrifendum fækkaði hjá fyrirtækinu í meira en áratug. Netflix hefur sagt að skýra megi hluta af niðursveiflunni með því að áskrifendur deili lykilorði að veitunni og telur að hundrað milljónir heimila noti aðgang einhvers annars. 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV