Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

G7 leiðtogar hvattir til að gera betur í loftslagsmálum

25.06.2022 - 16:53
epa10033484 A demonstrator holds a sign reading 'nuclear power is NOT sustainable' during a demonstration related to the G7 Summit in Munich, Germany, 25 June 2022. Germany is hosting the G7 summit at Elmau Castle near Garmisch-Partenkirchen from 26 to 28 June 2022.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nokkur þúsund manns tóku þátt í fjöldagöngu í Munchen í Þýskalandi í dag til að hvetja leiðtoga G7 ríkjanna til að gera meira í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Leiðtogafundur G7 ríkjanna hefst í kastala í þýsku ölpunum á morgun.  G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Japan.

Um 15 óháð samtök skipulögðu fjöldagönguna í Munchen í dag og hefur AFP fréttastofan eftir nokkrum úr göngunni að leiðtogarnir ættu að hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum. G7 ríkin séu ábyrg fyrir þriðjungi af losun gróðurhúsalofttegunda þó þar búi aðeins einn tíundi hluti mannkyns. 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV