Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ólafur Þór áfram sveitarstjóri Tálknafjarðar

Mynd með færslu
 Mynd: Tálknafjarðarhreppur - Talknafjordur.is
Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, hefur verið ráðinn til að gegna embættinu áfram á kjörtímabilinu sem er nýhafið, árin 2022 til 2026.

Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fram fór í gær. Á tilkynningu á vef sveitarfélagsins kemur fram að ráðningin hafi verið samþykkt samhljóða.

Ólafur tók við starfi sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps vorið 2020. 

Fram kemur að Ólafur hafi víðtæka og langa reynslu af sveitastjórnarstiginu, bæði sem kjörinn fulltrúi og embættismaður, auk þess að hafa starfað sem tónlistarmaður og kennari.