Bjart víða en svalt

24.06.2022 - 07:04
Innlent · Norðanátt · Sumar · veður · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Í dag verður norðlæg átt á landinu, yfirleitt 5 til 13 metrar.

Lítilsháttarvæta verður á Norður- og Austurlandi, annars bjart með köflum. Búast má með síðdegisskúrum suðaustan til á landinu. 

Svalt loft er yfir landinu og hiti verður á bilinu 5 til 14 stig yfir daginn. Það verður mildast syðst. 

Útlit er fyrir svipað veður á morgun og jafnvel sunnudag líka samkvæmt nýjustu spám.

 

 

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV