Helmingi fleiri börn nýttu sér ráðgjöf Samtakanna '78

23.06.2022 - 16:51
Mynd með færslu
 Mynd: Reykjavíkurborg
Helmingi fleiri börn undir 13 ára aldri nýttu sér ráðgjöf Samtakanna 78 árið 2021 en árið 2020 og einstaklingum sem fengu þjónustu transteymis fullorðinna hjá Landspítala hefur fjölgað um 26.

Þetta kemur fram í samantekt Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar sem birt var í dag.

Í ár var sjónum beint að innflytjendum og málefnum hinsegin fólks. Árið 2020 nýttu 4,8% barna á undir 13 ára aldri þjónustuna en árið 2021 voru þau 8%.

Árið 2022 höfðu 56 starfsstaðir Reykjavíkurborgar fengið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem byrjað var að veita árið 2020.

 
 

Í samantektinni kemur einnig fram að innflytjendum í Reykjavík hefur fjölgað um tæplega 23 þúsund síðan árið 1998. Rúmlega 25 þúsund innflytjendur voru í Reykjavík í fyrra, rúmlega 11 þúsund þeirra konur og um 14 þúsund þeirra karlar.

18% innflytjenda í Reykjavík eru konur og 21% karlar

Árið 2021 voru 49% umsókna kvenna um alþjóðlega vernd samþykktar en 39% umsókna karla. Á sama tíma voru 54% umsókna stúlkna samþykktar en 48% umsókna drengja. 18 prósent kvenna í Reykjavík eru innflytjendur og 21 prósent karla.