
Helmingi fleiri börn nýttu sér ráðgjöf Samtakanna '78
Þetta kemur fram í samantekt Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar sem birt var í dag.
Í ár var sjónum beint að innflytjendum og málefnum hinsegin fólks. Árið 2020 nýttu 4,8% barna á undir 13 ára aldri þjónustuna en árið 2021 voru þau 8%.
Árið 2022 höfðu 56 starfsstaðir Reykjavíkurborgar fengið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem byrjað var að veita árið 2020.
Í samantektinni kemur einnig fram að innflytjendum í Reykjavík hefur fjölgað um tæplega 23 þúsund síðan árið 1998. Rúmlega 25 þúsund innflytjendur voru í Reykjavík í fyrra, rúmlega 11 þúsund þeirra konur og um 14 þúsund þeirra karlar.
18% innflytjenda í Reykjavík eru konur og 21% karlar
Árið 2021 voru 49% umsókna kvenna um alþjóðlega vernd samþykktar en 39% umsókna karla. Á sama tíma voru 54% umsókna stúlkna samþykktar en 48% umsókna drengja. 18 prósent kvenna í Reykjavík eru innflytjendur og 21 prósent karla.