Lagið leikur stórt hlutverk í söguþræði einnar aðalpersónu þáttanna, Max Mayfield, og er nú komið á topp breska vinsældalistans. Þetta er einnig það lag sem hefur tekið lengstan tíma að komast á toppinn í Bretlandi, 37 ár, og Bush er elsta tónlistarkonan sem komið hefur lagi á topp breskra vinsældalista.
EXCLUSIVE: Kate Bush: ‘The whole world’s gone mad’@katebushmusic joined @emmabarnett to discuss her song #RunningUpThatHill topping the charts 37 years after it was first released. Listen here: https://t.co/5Y8OOvrP2q pic.twitter.com/cAycJOdxBF
— BBC Woman's Hour (@BBCWomansHour) June 22, 2022
Bush var í viðtali í þættinum Woman's Hour á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í morgun. Hún sagði að velgengni lagsins væri makalaus þótt hún hefði búist við því að það vekti athygli. Hún gerði sér hins vegar enga grein fyrir að það vekti svona mikla athygli.
Running up that hill er það lag sem nú er mest streymt á Spotify í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Það hefur einnig klifrað upp vinsældalista í Ástralíu, Belgíu og Svíþjóð. Þá er það komið í fjórða sæti Billboard-vinsældalistans í Bandaríkjunum og er það í fyrsta sinn sem Bush kemst á topp fimm á þeim lista.
Lagið er í 23. sæti Vinsældarlista Rásar 2.