Ásthildur formlega ráðin í starf bæjarstjóra

22.06.2022 - 09:02
Mynd með færslu
 Mynd: Gunnlaugur Starri Gylfason - RÚV
Allir 11 bæjarfulltrúar Akureyrarbæjar samþykktu endurráðningarsamning við Ásthildi Sturludóttur í starf bæjarstjóra á Akureyri. Ásthildur hefur gegnt starfinu síðastliðin fjögur ár.

Samningur við Ásthildi hafði þegar verið staðfestur í bæjarráði og var lagður fram til formlegrar staðfestingar í bæjarstjórn í gær. 

Áður en Ásthildur tók við starfi bæjarstjóra á Akureyri var hún bæjarstjóri í Vesturbyggð í átta ár. Hún er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York í Bandaríkjunum.

Ásthildur segist á facebook-síðu sinni vera þakklát og stolt yfir því trausti sem henni er sýnt með endurráðningunni.