86 fá listamannalaun í aukaúthlutun

Mynd með færslu
 Mynd: Fréttir

86 fá listamannalaun í aukaúthlutun

15.06.2022 - 15:36

Höfundar

86 listamenn hlutu starfslaun í aukaúthlutun listamannalauna fyrir árið 2022 í viðspyrnuátaki ríkisstjórnarinnar.

Alls sóttu 221 einstaklingur og 56 sviðslistahópar um listamannalaun í tveimur flokkum; sviðslista og tónlistarflytjenda. 200 mánaðarlaun voru til úthlutunar en alls var sótt um 1.255 mánuði. Starfslaun listamanna eru 490 þúsund krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum í formi verktakagreiðslna. 

Bjarni Frímann Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri, fékk sex mánuði úr Launasjóði tónlistarflytjenda. Ekki var hægt að fá fleiri en sex mánuði úthlutað. Tónlistarmaðurinn Ómar Guðjónsson hlaut fjóra mánuði og Högni Egilsson þrjá mánuði.

Reykjavíkurdæturnar Karítas Óðinsdóttir, Ragnhildur Jónasdóttir, Salka Valsdóttir, Steiney Skúladóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Þuríður Kr. Kristleifsdóttir fengu allar tvo mánuði.

Sviðslistahópurinn Óður fékk tólf mánuði úr Launasjóði sviðslistafólk og Tyrfingur Tyrfingsson, leikskáld, þrjá mánuði.

Listann í heild má sjá hér. 
 

Tengdar fréttir

Menningarefni

236 fá listamannalaun