Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kosið um vantraust á dómsmálaráðherra Svía í dag

epa05012594 Swedish Minister for Justice and Migration Morgan Johansson speaks during a presser at the Swedish government headquarters in Stockholm, Sweden, 05 November 2015. Johansson said during the presser that Sweden can no longer guarantee accommodation for refugees seeking asylum in Sweden.  EPA/JESSICA GOW SWEDEN OUT
Morgen Johansson, dómsmálaráðherra Svíþjóðar. Mynd: EPA - RÚV
Í hádeginu í dag verður kosið um vantrauststillögu á sænska þinginu, á hendur dómsmálaráðherranum Morgan Johansson. Verði tillagan samþykkt verður ráðherranum vikið úr embætti, sem gæti orðið til falls ríkisstjórnarinnar. Magdalena Anderson, forsætisráðherra Svía, ætlar að segja af sér verði tillagan samþykkt.

Gæti munað einu atkvæði

Flokkur Svíþjóðardemókrata boðaði vantrauststillöguna í síðustu viku og hafa Moderaterna og Kristilegir demókratar sagt þeir muni styðja tillöguna. Stuðningur þriggja flokka dugar þó ekki til þess að fella ráðherrann, heldur þarf eitt atkvæði til viðbótar.

Sænski Miðflokkurinn hefur sagt þau muni ekki styðja vantrauststillöguna, þrátt fyrir þau taki undir gagnrýni á ráðherrann. Flokkurinn vilji ekki hrikta í stoðum ríkisstjórnarinnar skömmu fyrir kosningar, sem fyrirhugaðar eru í september.

Kakabaveh situr hjá

Eina atkvæðið sem þá þyrfti til töldu margir líklegt að kæmi frá óháða þingmanninum Amineh Kakabaveh, en hún sagði við sænska ríkisútvarpið í morgun að hún myndi sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Kjósi því allir eins og flokkarnir hafa lýst yfir, verður tillagan felld.

Reiði vegna skotárása

Vantrauststillagan var lögð fram vegna óánægju með viðbrögð dómsmálaráðherrans við fjölgun skotárása í Svíþjóð, en þrjátíu manns hafa verið skotnir til bana í landinu það sem af er ári. Þó er líklegt að aðildarumsóknin í NATO verði einnig til umræðu.

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir