
Kosið um vantraust á dómsmálaráðherra Svía í dag
Gæti munað einu atkvæði
Flokkur Svíþjóðardemókrata boðaði vantrauststillöguna í síðustu viku og hafa Moderaterna og Kristilegir demókratar sagt þeir muni styðja tillöguna. Stuðningur þriggja flokka dugar þó ekki til þess að fella ráðherrann, heldur þarf eitt atkvæði til viðbótar.
Sænski Miðflokkurinn hefur sagt þau muni ekki styðja vantrauststillöguna, þrátt fyrir þau taki undir gagnrýni á ráðherrann. Flokkurinn vilji ekki hrikta í stoðum ríkisstjórnarinnar skömmu fyrir kosningar, sem fyrirhugaðar eru í september.
Kakabaveh situr hjá
Eina atkvæðið sem þá þyrfti til töldu margir líklegt að kæmi frá óháða þingmanninum Amineh Kakabaveh, en hún sagði við sænska ríkisútvarpið í morgun að hún myndi sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Kjósi því allir eins og flokkarnir hafa lýst yfir, verður tillagan felld.
Reiði vegna skotárása
Vantrauststillagan var lögð fram vegna óánægju með viðbrögð dómsmálaráðherrans við fjölgun skotárása í Svíþjóð, en þrjátíu manns hafa verið skotnir til bana í landinu það sem af er ári. Þó er líklegt að aðildarumsóknin í NATO verði einnig til umræðu.